17.4.2010 | 15:39
Æi Ingibjörg, hættu nú.
Ingibjörg Sólrún hefur komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi gert mistök, að hún hafi brugðist. Og hver voru svo mistökin? Hvar brást Ingibjörg?
Jú, mistökin voru þau að hún áttaði sig ekki nógu vel á hvað sjálfstæðis- og framsóknarmenn eru raunverulega vondir. Og af því að hún var ekki nógu fljót að átta sig á þessu, þá brást hún Samfylkingunni. Samfylkingunni takið eftir, ekki þjóðinni.
Mér finnst ræða Ingibjargar ekki stórmannleg, fjarri því. Ef hún hefði nú bara nefnt eitt atriði sem hún sjálf gerði rangt, ekki bara bent á aðra. En hún gerði það ekki, finnur ekkert sem hún hefði sjálf getað gert betur. Gat heldur ekki sleppt því að túlka rannsóknarskýrsluna á þann veg að hún væri með öllu sýkn saka. Sennilega er hún ekki búin að lesa kaflann um það hvernig hún hélt Björgvin frá upplýsingum og ákvörðunum, en hafði þess í stað alla þræði hjá sér. Og lætur svo Björgvin bera ábyrgðina. Eða kaflann um það hvernig hún hundsaði allt sem Davíð sagði um stöðu mála, bara vegna þess að Davíð er vondur og hann ber að hundsa. Þjóðarhagsmunir skipta engu í samanburðinum við þá hagsmuni að koma höggi á Davíð.
Það er ótrúlegt að fylgjast með þessu aumingja fólki. Sjálflægnin og eiginhagsmunasemin á sér ekki takmörk.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Athugasemdir
uppræta hreiðrinn / ekki bara skipta um óværu / hvar eru óværu uppeldisstöðvar glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ? UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN flokkseigandafélögin / þínglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá reglur aðhald viðurlög á manneskjurnar gráðugar breiskar
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:14
Við munum ekki losna við þessa athyglissjúku kerlingu í bráð, hún hefur óstöðvandi þörf til að láta á sér bera og í sér heyra og á því verður ekkert lát. Rannsóknanefndin gerði klárlega mistök að fá ekki á hreint HVERS VEGNA kerlingin einangraði Björgvin. Sögusagnir ganga til að réttlæta hana en nefndin átti einmitt að fá allt upp á borðið og koma í veg fyrir sögusagnir.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 16:30
Alveg er þetta rétt hjá þér.
Ingibjörg hefur alltaf verið svolítill Davíð og þarmeð Sjálfsstæðismaður í sér, þess vegna segir hún eins og Sjallarnir sem segja af sér að hún hafi brugðist flokknum en gleymir þjóðinni. rétt eins og Sigurður Kári sagði að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að halda yfirráðum yfir kvótanum þá væri Sjálfsstæðisflokkurinn á moti ESB.
Upp úr stendur að eini flokkurinn sem treystandi er fyrir stjórn landsins á þeim forsendum að hann beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti en ekki flokksins. er VG.
Hlynur Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.