Réttarríkiđ.

Daginn fyrir ţjóđhátíđardag okkar Íslendinga gengu dómar í Hćstarétti varđandi gengistryggingu lánasamninga. Fáum kom á óvart ađ gengistryggingin var fortakslaust dćmd ólögleg, ţar sem lögin sem ţar um gilda eru óvenjulega skýr og fyrir ólöglćrđa ekki hćgt ađ sjá ađ nokkur vafi leiki á ađ gengistrygging lána er bönnuđ.

Mér eins og mörgum öđrum var létt eftir ađ dómarnir gengu, vegna ţess ađ Hćstiréttur dćmdi ţarna eftir lögunum en ekki eftir geđţótta misvitra stjórnmálamanna. Trú mín á ađ á Íslandi vćri ţrátt fyrir allt réttarríki ţar sem fariđ vćri ađ lögum jókst til muna og bjartsýni á framtíđina einnig. En Adam var ekki lengi í Paradís eins og ţekkt er.

Ríkisstjórnin og öll hennar hirđ virtist samdćgurs hefja ţrotlausa leit ađ leiđ til komast mćtti framhjá dómum Hćstaréttar til hagsbóta fyrir fjármagnseigendur, sem sáu fram á ađ tapa nokkrum hluta af fjármagninu. Enn og aftur gengur öll barátta helferđarstjórnar Jóhönnu út á ađ verja ţá sem eiga, á kostnađ ţeirra sem ekkert eiga nema skuldir. Dómar Hćstaréttar eru í ţeirri baráttu einungis einn ţröskuldur enn sem komast ţarf yfir. Og lausnin fannst. Jóhanna fékk Má vin sinn til ađ beina tilmćlum til fjármagnseigenda um ađ ţrefalda vextina á umrćddum lánum, án samninga viđ lántakendur. Tilmćlum sem byggja ekki á neinum lögum hvađ ţá réttlćti né sanngirni, eingöngu ţessari dćmalausu ţörf til ađ verja fjármagnseigendur. Reyndar gerđi hún stutt hlé á símtalinu viđ Má til ađ lýsa ţví yfir í fjölmiđlum ađ ekkert yrđi gert sem rýrt gćti hag skuldara. Ţađ mćtti kalla „hlé vegna bilunar“. Síđan bundu ţau ţetta fastmćlum.

Og fjármagnseigendur halda áfram málarekstri sínum. Í dag fer fram málflutningur í hérađsdómi Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn gengislánsskuldara ţar sem reynt er ađ fá dóm um ađ einhver verđtrygging komi í stađ hinnar ólögmćtu gengistryggingar. Ţreföldun vaxta er sennilega ekki nóg til ađ svala grćđgi ţeirra háu herra. Og nú ber svo viđ ađ mađur hefur takmarkađa trú á ađ hlutleysi verđi viđhaft í dóminum, ţví miđur. Lögmađur Lýsingar er sem fyrr Sigurmar Albertsson eiginmađur Álfheiđar heilbrigđisráđherra, sá hinn sami og tapađi málinu fyrir Hćstarétti fyrir skemmstu. Sigurmar ţessi deilir lögmannsstofu međ Brynjari nokkrum Níelssyni formanni lögmannafélagsins, en Brynjar hefur einmitt lýst ţeirri skođun sinni ađ stórhćkka verđi eđa verđtryggja gengistryggđu lánin í kjölfar dóma Hćstaréttar. Hérađsdómarinn sem dćma mun í málinu, Arnfríđur Einarsdóttir, mun vera kona Brynjars! Svo vill til ađ Arnfríđur ţessi reyndi í allmörg ár ađ komast í dómaraembćtti međan sjálfstćđismenn fóru međ dómsmálaráđuneytiđ en án árangurs, og á ţví núverandi stjórn skuld ađ gjalda. Og samkvćmt ţví sem Moggi segir ţá bauđst Lýsing til ađ greiđa allan málskostnađ. Ef ţađ er rétt hjá Mogga ađ lögmađur stefnda sé ţannig launađur af stefnanda, hverra hagsmuna mun hann ţá gćta? Máliđ hefur fariđ inn í hérađsdóm međ undraverđum hrađa og er tekiđ fram fyrir tugi og hundruđ mála sem liggja fyrir dómnum. Hvernig stendur á ţví? hvađ liggur dómnum á ađ taka ţetta mál fyrir svo skyndilega og ţađ á ţeim árstíma sem dómstólar eru ađ jafnađi í löngu sumarfríi?

Ég trúi ađ ónotahrollur hríslist um bakiđ á fleirum en mér. Eru dómstólarnir ekki sjálfstćđir og hlutlausir? Eru dómarar aldrei vanhćfir???

Eflaust er ţetta allt hiđ mćtasta fólk. En var ekki hćgt ađ taka ţetta mál fyrir á eđlilegum hrađa og var ekki hćgt ađ fá dómara í máliđ sem ekki er svona ná tengdur lögmanni fjármagnseigenda? Ég bara skil ekki ţessi vinnubrögđ. Er engum alvara međ tali um ađ byggja ţurfi upp traust í samfélaginu á ný? Menn hljóta ţó ađ sjá ađ ţađ mun ekki gerast međan fjármagnseigendur geta pantađ niđurstöđur dómstóla fyrirfram og rekiđ mál sín í gegn áđur en nokkrum gefst ráđrúm til ađ átta sig eđa bregđast viđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband