12.4.2010 | 15:07
Björgvin segir af sér!
Ég hélt mér hefði misheyrst. Björgvin G. Sigurðsson hefur sagt af sér!!!
En mér misheyrðist ekki. Björgvin sagði af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Sagði af sér þingflokksformannsembættinu! Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki. Þrír fyrrverandi ráðherrar eru sakaðir um vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Tveir eru horfnir úr stjórnmálum, en Björgvin situr enn á þingi, og er ekki að fara neitt.
Þetta er nokkuð sama aðferðin og hann viðhafði þegar hann sagði af sér ráðherradómi korteri áður en að stjórnin hrundi í fyrra. Björgvin hefur því sagt af sér í tvígang og er nú hvít þveginn og skuldlaus við kjósendur. Þessi maður hefur enga hugmynd um hvað það þýðir að bera ábyrgð.
Svei attan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.