Skammastu þín Jónas.

Jónas Kristjánsson hefur að undanförnu gengið aftur í morgunútvarpi rásar 2 með reglubundnum hætti, auk þess sem hann bloggar af miklum móð. Jónas hafði það að ævistarfi að kasta skít í fólk og fyrirtæki, rak lengi ríkisstyrkt dagblað þar sem hann meðal annars skammaði bændur fyrir að kaupmenn seldu mjólk og kjöt á nokkru hærra verði en títt var erlendis. Dagblaðið seldi svo Jónas gjarnan á fjórföldu verði miðað við alvöru dagblöð erlendis, og taldi sanngjarnt.

Í gærmorgun fullyrti Jónas að í álverinu á Reyðarfirði störfuðu aðeins 200 manns, sem væri nær að fá sér vinnu við eitthvað arðbært eins og ferðaþjónustu, og engin önnur störf hefðu skapast á austurlandi í sambandi við álverið. Starfsmenn RUV létu þetta óátalið, og gerðu ekki tilraun til að leiðrétta Jónas. Hið rétta er að í álveri Alcoa á Reyðarfirði starfa um 480 manns og störf í fyrirtækjum sem eingöngu þjónusta álverið eru fast að 400. Þessir nær 900 menn sem starfa beint við áliðnaðinn í Reyðarfirði skapa síðan mikinn fjölda starfa í allskonar þjónustu. Þetta veit Jónas þó að hann láti svona.

Á bloggi sínu talar Jónas svo niður til forseta sveitarstjórnar Norðurþings fyrir að hafa tjáð þá skoðun sína í fréttum sjónvarps, að þá orku sem til er í Þingeyjarsýslum beri að nota til atvinnuuppbyggingar heima fyrir en ekki flytja suður. Jónas telur þetta vera mikla frekju í Þingeyingnum.

Ef Þingeyingar væru að fara fram á að virkjað yrði á Hellisheiði til atvinnu uppbyggingar á Húsavík þá gæti ég skilið viðhorf Jónasar. Þó mætti reyndar segja, ef miðað er við hve mikil orka er flutt til höfuðborgarinnar utan af landi, þá væri ekki nema sanngjarnt að svona  500 til 1000 megawött  væru flutt frá Hellisheiði til Húsavíkur. En Þingeyingar eru nú það hógværir að þeir eru alls ekki að fara fram á neitt slíkt, einungis að fá að nýta heimafyrir þá orku sem þeir eiga og ekki er þegar búið að virkja og flytja burt. Ég get ekki fallist á að það sé frekja.

Ég tel það hins vegar frekju þegar sjálfskipaðir spekingar eins og Jónas Kristjánsson tala í umvöndunartón niður til fólks sem ekki er á nokkurn hátt að abbast upp á hann, einungis að reyna að vinna samfélagi sínu gagn með atvinnu uppbyggingu. En sárast er þó að erfiðasta hindrunin sem við er að eiga í þeirri baráttu skuli vera ríkisstjórn Íslands. Helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það vekur furðu að kalla fram svona ruglukolla aftur og aftur í RUV og fleiri fjölmiðlum,eins og Jónas, Þórólf Mattíasson og marga fleiri sem vaða bara einhverja vitleysu og þáttastjórnendur samþykkja allt þeir segja eins og heilögum sannleika.

Ragnar Gunnlaugsson, 31.3.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Jónas er skynsamur maður þótt hann kunni kannski ekki að telja að ykkar mati!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.3.2010 kl. 21:53

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ef Jónas er skynsamur þá fer hann ákaflega vel með hana og notar sjaldan.

Ragnar Gunnlaugsson, 31.3.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband